Hreyfing eftir beinni línu

Eðlisfræði mynd GK
Eðlisfræði mynd GK

Í eðlisfræði EÐLI2AV05 er eitt af viðfangsefnunum að skoða hraða með hreyfiskynjara. Þetta er tæki sem gefur frá sér hljóðbylgjur og þær endurkastast af fyrsta fasta hlut sem þær lenda á. Tíminn sem líður frá því að hljóðbylgjan er send af stað þar til bergmálið berst til baka er notaður til að reikna út staðsetningu hlutarins sem endurkastaði. Taka þarf ljóshraða með í útreikninginn. Hreyfiskynjarinn er tengdur við tölvuforrit sem sér um þessa útreikninga. Verkefni nemenda felst því í að túlka myndrit og gögn sem forritið veitir. Æfingin er gott verkefni vegna mikilvægis þess að kunna að lesa úr gröfum og verklegar æfingar veita auk þess gagnlega þjálfun fyrir raunveruleg viðfangsefni lífsins. Tengsl hraða, tíma og vegalengdar verða áþreifanlegri eftir að hafa unnið þetta verkefni. Kennari í eðlisfræðiáfanganum er Unnur Hafstað.