Hrekkjavöku sprell

Hrekkjavaka mynd GK
Hrekkjavaka mynd GK

Margir tóku áskorun nemendaráðs skólans og mættu í skólann í gær klæddir búningum í anda hrekkjavöku. Var áskoruninni beint jafnt að nemendum sem starfsfólki því ungmennunum þykir alltaf gaman þegar þau sem eldri eru taka sig ekki of alvarlega og eru til í að vera með í smá sprelli. Sáust margir skemmtilegir og frumlegir búningar, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Linda Sól, nemandi skólans, var verðlaunuð fyrir besta búninginn. Í kvöld munu nemendur koma saman í skólanum og horfa á fjörlega mynd sem gerist á hrekkjavöku. Er ekki ólíklegt að hárin rísi!  Myndir