Heimsókn úr Menntaskólanum í Reykjavík

Gestir úr Menntaskólanum i Reykjavík (mynd GK)
Gestir úr Menntaskólanum i Reykjavík (mynd GK)

Starfsmenn Menntaskólans í Reykjavík heimsóttu skólann í dag. Þau fengu kynningu á MTR, námskrá skólans, menntunarfræði og hugmyndafræði. Síðan fengu þau innsýn í kennslu fjölmargra greina og hvernig upplýsingatækni spinnast inn í starfið. Frábær heimsókn þar sem margt bar á góma, kennarar skiptust á hugmyndum og reynslu. Rektor MR Elísabet Siemsen færði síðan MTR borðfána MR og skólameistara forláta húfu með merki MR sem mun veita yl í vetur.