Heimsbókmenntir að gjöf

Sóley Lilja mynd GK
Sóley Lilja mynd GK

Skólanum barst á dögunum kassi með fjörutíu eintökum af Brennu-Njálssögu. Bækurnar eru gjöf frá Bókasafni Grindavíkur. Andrea Ævarsdóttir, forstöðumaður þar, er frá Ólafsfirði. Hún segir að bækurnar hafi verið keyptar fyrir grunnskólann í bænum en aldrei verið notaðar. Hún spurði því á skiptimarkaði bókasafna hvort einhver hefði hugmynd um hverjum bækurnar gætu nýst og starfsmaður á Bókasafni Fjallabyggðar lagði til að hún hefði samband við MTR. Brennu-Njálssaga er kennd í áfanganum ÍSLE3FO05 sem verið er að kenna núna. Staðnemar hafa þegar fengið eintak og fjarnemar eiga kost á því. Bækurnar eru mjög vel með farnar, lítið eða ekkert notaðar. Margrét L. Laxdal, íslenskukennari segir, að þetta sé besta útgáfan af sögunni. Bækurnar eru með nútímastafsetningu, orða- og efnisskýringum, ættartölum og landakortum.