Heilsunammi á öskudaginn

Öskudagur mynd BT
Öskudagur mynd BT

Að venju var Menntaskólinn á Tröllaskaga opinn börnum á öskudaginn og hljóðkerfi upp sett til að söngur þeirra hljómaði fagurlega um sali. Svo brá við að færri nýttu þetta góða tækifæri en oft hefur verið á þessum degi. Ekki er fullljóst hvernig á því stendur. Ástæðan gæti hugsanlega tengst verðlaununum fyrir sönginn. Sú nýbreytni var upp tekin í fyrra að launa öskudagssönginn með harðfiski í stað sætinda. Það mæltist vel fyrir þá en nú bregður svo við að syngjandi gestir hafa verið með færra móti. Við þökkum þeim sem komu fyrir sönginn og frumlega búninga sem margir skörtuðu. Þess má geta að í hópi starfsmanna vakti búningur Margrétar íslenskukennara mesta athygli, en hún var búin sem skratti með fork, eins og nemendur lýstu búningnum. Myndir