Haustsýning 2021

Ljósmynd: GK.
Ljósmynd: GK.

Í dag, laugardaginn 11. desember verður opnuð sýning á verkum nemenda í skólanum. Sýningin verður í skólahúsinu frá kl. 13-16 en einnig á netinu. Á sýningunni er afrakstur vinnu nemenda frá haustönninni undir kjörorðunum frumkvæði, sköpun og áræði.

Á meðan samgöngutakmarkanir hömluðu hefðbundnu sýningarhaldi voru sýningar í lok haust- og vorannar alfarið í einskonar sýndarveruleikasal á netinu. Þó að nú sé hægt að koma saman, sýna og fagna afrakstri annarinnar nýtum við dásemdir tækninnar og sýnum verk fjarnema í sýndarheimi en verk staðnema hanga á veggjum skólahússins. Þannig sparast að senda listaverk landshorna á milli og jafnvel erlendis frá með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Sömuleiðis eru öll ljósmyndaverk á netinu og nemendur spara þar með pappír og prentun. Menntaskólinn er Grænfánaskóli og leggur mikla áherslu á umhverfismál og þetta er liður í þeirri viðleitni.
Smellið hér til að skoða sýninguna á netinu.

Sýningin í skólanum verður sem fyrr segir opin frá 13-16 á laugardag. Verið velkomin í skólann og gætið að sóttvörnum og fjarlægðarmörkum.