Haustsýning

Undirbúninngur stendur nú sem hæst fyrir sýningu á verkum nemenda á laugardaginn kemur. Að venju verður fjölbreytt sköpun á önninni gerð sýnileg með ýmsum hætti. Margskonar myndverk verða áberandi en einnig listrænar ljósmyndir, myndbönd og fleira. Aðstaða til sýningarhalds hefur stórbatnað með tilkomu salarins Hrafnavoga og verður spennandi að sjá hvernig sköpunarverk nemenda taka sig út þar. Sýningin verður opnuð kl. 13:00 á laugardag og verður opið til kl. 16:00. Í næstu viku verður sýningin opin á skólatíma.