Grímur

Við höldum starfinu áfram eins og verið hefur, grímuskylda verður ekki sett á í bili í Menntaskólanum á Tröllaskaga heldur er það valkvætt fyrir nemendur og kennara. Grímur verða í skólanum fyrir þá sem vilja. Eins og við vitum geta fyrirmæli breyst hratt og mikilvægt að allir haldi sóttvarnareglur eins og verið hefur. Hrósa má nemendum sérstaklega fyrir seiglu og þá virðingu sem þeir hafa sýnt rými annarra í skólanum. Frekari leiðbeiningar um notkun gríma má finna hér