Góður fjölskyldagur

Fjölskyldudagur MTR sem haldinn var í samstarfi við Rótaríklúbb Ólafsfjarðar heppnaðist mjög vel. Gestir voru margir og á ýmsum aldri. Vinsælt var að láta taka mynd af sér með græna dúkinn í bakgrunni, sem forrit skiptir út fyrir meira spennandi myndefni. Nærverurnar vöktu athygli. Starfsmenn á Hornbrekku hjúkrunar- og dvalarheimilinu, sem kynntust þeim, fengu þá hugmynd að kanna hvort þessi tækni gæti nýst aðstandendum sem búa fjarri til að hafa samband við sína á heimilinu. Ungir gestir voru duglegir að kynna sér ýmisleg leiktæki sem notuð eru við nám og kennslu í skólanum. Þátttaka í „google home“ spurningakeppninni var góð. Hörður Ingi Kristjánsson vann keppnina og getur hann vitjað vinningsins í skólanum. Hugmynd er uppi um að halda fjölskyldudag aftur að ári. Myndir