Góðir gestir

Inga, Bergþór og Lára mynd GK
Inga, Bergþór og Lára mynd GK

Nemendur tíunda bekkjar í Þelamerkurskóla heimsóttu MTR og kynntu sér nám og námsaðstæður í skólanum í dag. Lára, skólameistari, Inga, stærðfræðikennari og Bergþór kennari í listgreinum tóku á móti hópnum, sögðu frá og svöruðu spurningum. Lára og Inga voru á staðnum en Bergþór nýtti tæknina og tók þátt í gegn um nærveru frá Gautaborg. Nemendur voru mjög áhugasamir og greinilegt að þeim leist vel á nýtingu skólans á upplýsingatækni við námið sem og fjölbreytnina í námsmati. Það olli þeim hins vegar vonbrigðum að ekki er heimavist við skólann.