Gleðistund í Hrafnavogum

Pálínuboð
Pálínuboð

Nemendur og kennarar á námskeiðum Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar í Ólafsfirði og á Dalvík gerðu sér glaðan dag í lok námskeiða haustannar. Námsgreinar voru íslenska og spænska og voru viðurkenningar afhentar á samkomunni. Hún var skipulögð með skömmum fyrirvara en þrátt fyrir það voru gestir á fimmta tug.  Þetta var svokallað Pálínuboð þar sem gestir komu með veitingar á hlaðborð. Réttir voru fjölbreyttir enda þátttakendur upprunnir á ýmsum menningarsvæðum. Sýndur var dans frá Filippseyjum og farið í samkvæmisleik. Það er ánægjulegt að hin góða aðstaða í sal MTR skuli nýtast til samkomhalds af þessu tagi. Myndir