Gleði á vorsýningu

Vorsýning mynd GK
Vorsýning mynd GK

Fjölmenni sótti á laugardaginn var sýningu á verkum nemenda MTR á vorönninni. Verk nemenda í skapandi hannyrðum, útsaumur í stóla og hekl um borðfætur vakti athygli. Einnig myndverk af ýmsu tagi, til dæmis úr því til til fellur, svo sem glæsileg mynd úr töppum gosflaskna. Útvarpsstöðin Trölli tók þátt í sýningunni, sendi út viðtöl beint og spilaði stutt innslög sem nemendur gerðu á önninni. Framan við skólahúsið var líf og fjör, ungir sem aldnir blésu sápukúlur og krítuðu listaverk á stéttina. Segja má að gleðin hafi verið við völd í Ólafsfirði þennan dag og menning og listir blómstrað á ýmsum uppákomum. Nemendur og starfsmenn MTR þakka gestum fyrir komuna á vorsýninguna og minna á að hægt er að njóta hennar á skólatíma fram á útskriftardag, næsta laugardag. Myndir