Glæsileg sýning

Haustsýning mynd GK
Haustsýning mynd GK

Mikil fjölbreytni einkennir sýningu á verkum nemenda á haustönninni. Nýi salurinn Hrafnavogar gerir að verkum að rýmra er bæði um verkin og gestina á sýningunni en verið hefur. Málaralist og listljósmyndun er áberandi að þessu sinni en einnig gefur að líta þrívíð verk og verk úr endurunnu efni, úr svokölluðum úrgangslistaráfanga. Heyra má tónlist sem nemendur hafa samið og flytja sjálfir. Verkefni úr íslenskuáföngum eru áberandi og má nefna myndbönd unnin út frá Gylfaginningu og myndskreyttar frásagnir úr áfanga um goðsögur, ævintýri og fantasíur. Þar var lokaverkið að skrifa fantasíusögu eða gera handrit að kvikmynd eða smíða grind að skáldsögu. Einnig eru sýnd verk nemenda í næringarfræði, spænsku, ensku og fleiri fögum. Stór hluti af verkunum eru frá fjarnemum og er það í samræmi við fjölgun þeirra. Nemendur og starfsmenn þakka gestum sem komu á sýninguna á laugardag fyrir komuna og minna á að sýningin verður opin á skólatíma fram að útskrift laugardaginn 16. Desember. Myndir