Glaðlegir gestir

Hómynd 3. bekkur mynd GK
Hómynd 3. bekkur mynd GK

Nemendur þriðja bekkjar í Grunnskóla Fjallabyggðar heimsóttu skólann í morgun og skoðuðu húsakynni og ýmis tæki og áhöld sem notuð eru við kennslu. Mestan áhuga vakti dótið úr vélmennafræðinni en einnig þótti mörgum spennandi að skoða hljóðfærin í tónlistarstofunni og fá að prófa sum þeirra. Íþróttaáhugamönnum í hópnum þótti mikið koma til klifurbúnaðar og skíða af ýmsum gerðum sem hér eru til. Beinagrindin þótti líka áhugaverð og líkneski af manneskju með líffærum brjóst- og kviðarhols. Hægt er að skoða líffærin hvert fyrir sig og við athugun reyndist líkneskið vera af konu með fóstur í leginu. Myndir