Gjöf til Idolstjörnu

Lísebet mynd GK
Lísebet mynd GK

Tíðkast hefur um aldir að norrænir menn sigli til Miklagarðs og sæki þangað litskrúðug klæði og aðrar gersemar. Fimm nemendur og tveir kennarar sem nýlega tókust á hendur slíka ferð héldu hinn forna sið í heiðri. Heim komin afhentu þau okkar skærustu Idolstjörnu, Lísebet Hauksdóttur, hljóðnema við hæfi. Hann er þráðlaus, búinn ýmsum töfrum og skreyttur gimsteinum. Litbrigðin eru frá bleiku yfir í purpura og hæfa litatónum búninga stjörnunnar.