Gjafir til leikskólabarna

Leikfangasmíði mynd GK
Leikfangasmíði mynd GK

Leikfangasmíði var einn áfanganna í miðannarvikunni. Hópur hressra nemenda smíðaði eldavél, dúkkuvagn, dúkkuhús, bílaborð og fleiri leikföng undir stjórn Kjartans Helgasonar smiðs. Í lok áfangans voru leiföngin gefin nemendum leikskólanna Krílakots á Dalvík, Leikhóla í Ólafsfirði og Leikskála á Siglufirði. Haukur Orri Kristjánsson einn leikfangasmiðanna segir að þetta hafi verið skemmtilegt viðfangsefni. Það hafi reynt á sköpunarkraftinn og nauðsynlegt hafi verið að beita ákveðinni lagni. Þá hafi nemendur lært að nota loftknúin verkfæri. Kennarinn hafi verið góður og hress og leyft nemendum að útfæra viðfangsefnin dálítið eftir sínu höfði. Myndir