Gestkvæmt í MTR

Norskir gestir mynd GK
Norskir gestir mynd GK

Fjórir norskir kennarar frá Tangenåsen miðskólanum í Noregi verða gestir okkar í vikunni og fylgjast með námi og kennslu. Áhugi þeirra beinist fyrst og fremst að fjarkennslu og fjarnámi, notkun upplýsingatækni, möguleikum nemenda til að skila verkefnum á ólíku formi, leiðsagnarmati og nýsköpun í tengslum við nærsamfélagið. Í hópnum eru kennarar í tungumálum, raun- og listgreinum og sérfræðingar á fleiri sviðum.

Þá komu nokkrir starfsmenn Rödebyskolan í Karlskrona í Svíþjóð og kynntu sér nám og starf í MTR. Þessi hópur verður í Grunnskóla Fjallabyggðar alla vikuna. Hann hefur mestan áhuga á líðan og heilsu nemenda og stoðkerfi skólans í því sambandi. Þetta eru hressir einstaklingar sem létu ekki happ úr hendi sleppa og tóku myndir af sér með Benedikt Jóhannessyni, fjármálaráðherra sem var í MTR á sama tíma með fríðu föruneyti að kynna sér skólastarfið og segja frá áherslum Viðreisnar í kosningabaráttunni. Áður höfðu Svíarnir rekist á Baltasar Kormák, leikstjóra í búðinni og boðið honum krafta sína. Hann þáði gott boð og hópurinn smellti sér í tökur á framhaldi Ófærðar á vettvangi. Myndir