Gestir úr Valsárskóla

Valsárskólanemendur mynd BT
Valsárskólanemendur mynd BT

Hópur nemenda úr níunda og tíunda bekk Valsárskóla á Svarbarðsströnd kynnti sér í morgun aðstöðu til náms í MTR. Sigríður Ásta, námsráðgjafi, fylgdi þeim um skólann. Gestirnir fengu  tækifæri til að spjalla við kennara og nemendur í kennslustundum, meðal annars Bergþór myndlistarkennara sem var í Svíþjóð en viðstaddur í stofunni sinni með milligöngu fjarverunnar Evu. Auk kennsluhátta Bergþórs þótti Valsárskólanemum mikið koma til búnaðar í ljósmyndastúdíi skólans og hljómlistarstofunni.