Gestir úr grunnskólanum

Nemendur 10. bekkjar mynd GK
Nemendur 10. bekkjar mynd GK

Nemendur í tíunda bekk Grunnskóla Fjallabyggðar heimsóttu MTR í dag í fylgd Arnheiðar Jónsdóttur umsjónarkennara. Þau kynntu sér nám og starf hjá okkur og heilsuðu upp á gamla skólafélaga úr GF. Gestirnir voru áhugasamir um skólastarfið og fannst mest spennandi ný kjörnámsbraut sem er í undirbúningi. Hún á að veita nemendum sem stunda skíða- og snjóbrettaæfingar tækifæri til að flétta saman nám, æfingar og keppni. Svo gerðu krakkarnir sér gott af pizzum og djús og spjölluðu við félaga og vini. Sigríður Ásta Hauksdóttir, námsráðgjafi sá um kynninguna. Hún heldur sambærilega kynningu í Dalvíkurskóla á morgun og síðan rafræna kynningu fyrir nemendur í Hlíðarskóla við Akureyri í framhaldinu. Rafrænar kynningar í umsjón Ingu Eiríksdóttur í grunnskólum á Akureyri eru á döfinni.