Gestir frá Þelamerkurskóla

Hópmynd GK
Hópmynd GK

Hópur starfsmanna Þelamerkurskóla í Hörgárbyggð kynti sér nám og starf í MTR í dag. Þeir vilja gjarnan að nemendur sínir kynnist námsframboði skólans. Gestirnir voru áhugasamir um noktun upplýsingatækni í MTR en sjálfir eru þeir í átaki á tæknisviðinu. Einnig þótti þeim merkilegt að hægt væri að ljúka stúdentsprófi af brautum þar sem íslenska og stærðfræði eru ekki algerar grundvallargreinar. Þelamerkurskóli er ágætlega í sveit settur á Laugalandi í Hörgárdal og eru nemendur þar 75 á þessu skólaári.