Geðrækt

Geðrækt mynd LH
Geðrækt mynd LH

Áfanginn LÝÐH2GR05 er heilsuræktaráfangi með forvarnargildi þar sem lögð er áhersla á andlega líðan og geðrækt. Þar er fjallað um áskoranir daglegs lífs, streituvalda og aðferðir til að takast á við kvíða og depurð. Meðal námsmarkmiða er að læra að gagnrýna á uppbyggilegan hátt og taka gagnrýni. Áhersla er á æfingar í formi leikja og fjölbreyttir kennsluhættir lagaðir að námshópnum hverju sinni. Hópurinn á myndinni fjallaði um tilfinningar í gær og ræddi viðbrögð við vonbrigðum, depurð og reiði. Einnig áttu þau að skrifa um hvað hjálpaði þeim að sofna og hvernig þau nota tónlist við mismunandi aðstæður. Kennari í áfanganum er Lísebet Hauksdóttir.