Geðlestin staldraði við í MTR

Tólistarmaðurinn Flóni. 
Ljósm. SMH
Tólistarmaðurinn Flóni.
Ljósm. SMH

Á dögunum staldraði Geðlestin við í skólanum á hringferð sinni um landið. Geðlestin er verkefni á vegum Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins og er ætlað að vekja athygli á mikilvægi geðheilsu og verndandi þáttum hennar. Lestarstjórar Geðlestarinnar vöktu athygli á mikilvægi þess að leita sér hjálpar þegar á móti blæs. Öflug geðrækt frá unga aldri út lífið er væri besta ráðið til að takast á við þær áskoranir sem lífið færir okkur. Með í för var tónlistarmaðurinn Flóni og flutti lag í lokin áður en lestin hélt af stað á næstu stoppistöð.