Fyrsti kennsludagur

Ljósmynd: G.K.
Ljósmynd: G.K.

Í vinnutíma dagsins mun skólameistari bjóða nemendur velkomin í skólann og umsjónarkennarar ræða við nýnema og leiðbeina þeim í skólabyrjun. Skólinn býður upp á morgunhressingu og hádegismat fyrir nemendur fyrsta kennsludaginn. Upplýsingar um skólaakstur má finna hér.

Foreldrum nýnema býðst að koma í nýnemaviðtal við námsráðgjafa skólans og hefur þeim þegar verið send boð um það. Foreldrafundur verður svo 25. ágúst og verður auglýstur nánar þegar nær dregur.
Skólinn beinir því til nemenda að huga vel að stóttvörnum. Nota grímur þegar þau eru á ferðinni um skólann eða geta ekki tryggt eins meters fjarlægð, ásamt því að sótthreinsa vinnusvæði og spritta hendur.