Frumlegar lausnir

Rögnvaldur Rúnarsson mynd IE
Rögnvaldur Rúnarsson mynd IE

Eftir að húsum framhaldsskólanna var læst vegna faraldursins hefur reynt mjög bæði á kennara og nemendur. Nú gildir sem aldrei fyrr að hugsa í lausnum og finna nýjar aðferðir við að leysa margskonar verkefni. Þetta á ekki síst við um nemendur okkar í íþrótta- og listaáföngum. Til dæmis hefur Patrick Gabriel Bors sýnt mikil frumlegheit við úrlausnir verkefna í áfanganum Bandý og badminton ÍÞRG1BB02. Neðan við fréttina eru slóðir á tvö myndbönd sem hann hefur sent kennara sínum Lísebet Hauksdóttur sem úrlausnir verkefna í þessum áfanga.

Ástandið hefur veruleg áhrif á iðkun staðnema í listaáföngum. Ekki er inni í myndinni að nýta hefðbundið kennsluhúsnæði og hafa nemendur orðið að koma sér upp aðstöðu annars staðar. Ljósmyndin með fréttinni er af Rögnvaldi Rúnarssyni við trönurnar í bílskúr föður síns. Hann er að mála verk sem minnir á hugtakið einangrun. Þetta er verkefni hans þessa viku í áfanganum Listgildi og fagurfræði. Fjarnemar í listum eru þaulvanir að skila úrlausnum í formi myndbanda. Oft eru þetta vandaðar og áhugaverðar úrlausnir. Hér neðanvið er slóð á verkefni Lottu Karenar Helgadóttur um Francis Bacon þar sem meðal annars koma við sögu kindaskrokkar í Kjarnafæði, sem er vinnustaður hennar. Þetta er úrlausn í áfanganum Listamenn og listastefnur hjá Bergþóri Morthens.

Verkefni Lottu    Badminton   Bandý