Fræðslufundur um fíkniefni og fíkniefnaneyslu 29. apríl nk. í Tjarnarborg

Mánudaginn 29. april 2019 verður fíkniefnafræðsla í Tjarnarborg. Fræðslufundurinn hefst kl. 19:30.

Fræðslan er í samvinnu við Lögregluna á Norðurlandi eystra, Grunnskóla Fjallabyggðar og Menntaskólann á Tröllaskaga. Tveir fulltrúar fíkniefnateymis lögreglunnar koma á fundinn og fræða fundarmenn um ýmislegt varðandi fíkniefni og fíkniefnaneyslu svo sem aðgengi, einkenni og ýmislegt annað. Haustið 2016 var haldinn vel heppnaður fundur í Tjarnarborg með sömu aðilum og nú endurtökum við leikinn.

Fundurinn er öllum opinn og eru foreldrar grunn- og framhaldsskólanemenda sérstakalega hvattir til að koma. Málið varðar okkur öll. Fulltúar sveitarstjórnar, heilbrigðisstofnunar, félagsþjónustu og hverjir þeir sem tilbúnir eru til að leggja hönd á plóginn eru hvattir til að koma á fundinn.

Tökum samtalið um þennan vágest í samfélagi okkar - sjáumst mánudagskvöldið 29. apríl kl. 19.30 í Tjarnarborg

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Grunnskóli Fjallabyggðar og Menntaskólinn á Tröllaskaga.