Fjör á nýnemadegi í MTR

Sápubolti á nýnemadegi (GK)
Sápubolti á nýnemadegi (GK)

Gleðin var við völd á miðvikudag þegar nýir nemar voru boðnir sérstaklega velkomnir í skólann. Með heimamönnum glöddust gestir frá Grunnskóla Dalvíkur og Grunnskóla Fjallabyggðar. Keppt var í sápubolta við mikinn fögnuð viðstaddra. Margir sýndu góða takta á vellinum og áhorfendur nutu tilþrifanna. Innanhúss reyndi fólk sýndarveruleika og skoðaði ýmis tæki í eigu skólans. Veitingar Bjargar runnu ljúflega niður að venju. En myndir Gísla segja meira en mörg orð.