Fjör á nýnemadegi

Nýnemadagur mynd GK
Nýnemadagur mynd GK

Í gær var nýnemadagurinn haldinn í skólanum en þar eru nýir nemendur boðnir formlega velkomnir af þeim eldri. Stjórn nemendafélagsins Trölla skipulagði líflega dagskrá sem samanstóð af fjöri og útiveru. Fyrst var nemendum skipt upp í hópa sem fóru vítt og breitt um Ólafsfjörð í skemmtilegum ratleik. Þá tók við knattspyrnuleikur milli nýnema og þeirra eldri, sáust þar glæsilegir taktar og var hart barist. Fór svo að lokum að nýnemar höfðu nauman sigur. Þá var gefinn tími til að matast þar sem pizzuhlaðborði, í boði skólans, voru gerð góð skil. Eftir hádegi var svo komið að því að svamla um og slaka á í sundlauginni og heitu pottunum. Ljómandi góður dagur og nemendahópurinn enn samstilltari en fyrr. Myndir