Fjölbreyttar kvennasögur

Skjáskot
Skjáskot

Fjölbreyttar úrlausnir bárust í áfanga um kvennasögu þegar fyrir var lagt verkefni um konur í jaðarhópum. Nemendur máttu skilgreina jaðarhóp og skilin máttu vera á ýmsu formi, t.d. ljóð, lag, örsaga, máluð mynd, stuttmynd, hlaðvarp eða teiknimynd. Þessi uppsetning krefst þess að nemendur nýti sköpunarkraftinn og sýni sjálfstæði í vali og útfærslu verkefnis. Margar áhugaverðar og frumlegar úrlausnir bárust. Til dæmis ljóð um Freyju Haraldsdóttur, mynd og frásögn af Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, hlaðvarp um OnlyFans og kynningar á Uglu Stefaníu Kristjönudóttur og Sunnevu Jónsdóttur. Kvennasöguáfanginn er kenndur í annað sinn og eru nemendur vel á þriðja tug. Kennari er Birgitta Sigurðardóttir. Hér er hægt að skoða úrlausnir vikunnar um jaðarhópa.