Fjölbreytt nemendaverkefni

Flóð í Ólafsfirði mynd Óskar Gíslason
Flóð í Ólafsfirði mynd Óskar Gíslason

Gerð heimildamyndar er meðal verkefna í áfanga um upplýsingatækni dreifnáms. Mynd, hljóð og texti eiga að koma fram í úrlausnunum. Efnisval er frjálst að öðru leyti en því að viðtal eða viðtöl eiga að vera við fólk sem hvorki er í hópi nemenda né starfsmanna skólans. Í fjölbreyttum úrlausnum sem bárust í síðustu viku var meðal annars fjallað um sjómennsku, íþróttir, ferðamannastaði og sögulega atburði. Meðal viðmælenda voru björgunarsveitarmaður, tónlistarmaður og verkalýðsleiðtogi. Í þessu verkefni máttu nemendur vinna saman eða hver í sínu lagi. Staðnemar eiga hægara með að vinna í hópum en fjarnemum er það einnig heimilt. Einn hópur gerði heimildamynd um aurflóðin í Ólafsfirði 1988. Talað var við einstaklinga sem meðal annars tóku þátt í almannavörnum á vettvangi og hreinsunarstarfi í bænum. Úrlausnin þeirra er bæði fróðleg og vel gerð. Hér er slóð á hana.

Birgitta Sigurðardóttir, kennari í áfanganum, segir að fleiri myndbönd úr honum verði gerð aðgengileg á heimasíðu skólans.