Fjölþjóðlegt verkefni

Hvolpafoss
Hvolpafoss

Menntaskólinn á Tröllaskaga tekur þátt í Comeniusarverkefni með þemur skólum í jafn mörgum löndum, Ítalíu, Spáni og Þýskalandi. Verkefnið snýst um vatn og mikilvægi þess fyrir lífríki og samfélag manna. Fengist hefur styrkur að upphæð um fjórar milljónir króna úr Menntaáæltun ESB. Verkefnið stendur í tvö ár og felur í sér umfangsmiklar nemendaheimsóknir. Menntaskólinn á Tröllaskaga leiðir verkefnið og verður Inga Eiríksdóttir, stærðfræðikennari í forsvari fyrir hönd skólans. Fyrsta heimsóknin er í næsta mánuði þegar tuttugu manna hópur nemenda og kennara frá Ítalíu, Spáni og Þýskalandi kemur og dvelur í MTR í viku. Gestirnir læra ljósmyndun, ferðast um Tröllaskaga og nágrenni auk þess að kynnast nemendum menntaskólans og öðru sem vekur áhuga þeirra á vettvangi.

Menntaskólinn á Tröllaskaga tekur þátt í Comeniusarverkefni með þemur skólum í jafn mörgum löndum, Ítalíu, Spáni og Þýskalandi. Verkefnið snýst um vatn og mikilvægi þess fyrir lífríki og samfélag manna. Fengist hefur styrkur að upphæð um fjórar milljónir króna úr Menntaáæltun ESB. Verkefnið stendur í tvö ár og felur í sér umfangsmiklar nemendaheimsóknir.

Menntaskólinn á Tröllaskaga leiðir verkefnið og verður Inga Eiríksdóttir, stærðfræðikennari í forsvari fyrir hönd skólans. Fyrsta heimsóknin er í næsta mánuði þegar tuttugu manna hópur nemenda og kennara frá Ítalíu, Spáni og Þýskalandi kemur og dvelur í MTR í viku. Gestirnir læra ljósmyndun, ferðast um Tröllaskaga og nágrenni auk þess að kynnast nemendum menntaskólans og öðru sem vekur áhuga þeirra á vettvangi.