Fjallamennskunám

Fjallamenska mynd TAE
Fjallamenska mynd TAE

Utanverður Tröllaskagi er á þessum árstíma tilvalinn staður til að læra að meta hættu á snjóflóðum og æfa sig að nota fjallaskíði og annan búnað sem tilheyrir vetrarferðamennsku í fjalllendi. Nokkrir nemendur Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu nýttu þessa aðstöðu í síðustu viku og nutu leiðsagnar Tómasar Atla Einarssonar, snjóflóðaeftirlitsmanns og kennara í MTR. Veður kom í veg fyrir nám og kennslu einn þeirra daga sem hópurinn dvaldi hér en að öðru leyti var námsferðin vel heppnuð. Annað fjallamennskunámskeið verður haldið í næstu viku. Myndir