Fálkaorða

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir

Í sumar bættist enn ein skrautfjöðurin í hatt Menntaskólans á Tröllaskaga þegar Lára Stefánsdóttir skólameistari var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Fjórtán hlutu þennan heiður að þessu sinni en athöfnin fór fram á Bessastöðum á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Lára hlýtur riddarakross fyrir frumkvæði og nýsköpun á vettvangi framhaldsskóla. Auk þess að hafa stýrt MTR frá upphafi hefur hún um árabil unnið að innleiðingu upplýsingatækni í skóla á Íslandi og víða erlendis. Lára segist ekki síst eigna starfsfólki skólans fálkaorðuna þó hún hafi verið sú sem nælt hafi verið í á 17. júní. Skólinn hafi á að skipa öflugum kennurum og starfsfólki sem hafi í sameiningu þróað skólann í þá átt sem hann er nú, öflugur tæplega 500 nemenda framhaldsskóli þar sem fjarnám og upplýsingatækni eru í hávegum höfð. Við óskum skólameistaranum og starfsfólkinu öllu hjartanlega til hamingju.