Erasmus dagar

Orðaský sem sýnir upplifun þátttakenda frá Íslandi, Spáni og Ítalíu í Erasmus+ verkefninu Let's eat …
Orðaský sem sýnir upplifun þátttakenda frá Íslandi, Spáni og Ítalíu í Erasmus+ verkefninu Let's eat culture! sem stendur yfir á þessari önn.

Erasmus dagarnir eru í dag og næstu tvo daga en þá er vakin athygli á þeim fjölmörgu verkefnum sem Erasmus+ áætlunin hefur styrkt undanfarin ár. MTR fékk vottun sem Erasmus skóli í mars í fyrra og hafa nemendur og kennarar notið góðs af því.

MTR hefur tekið þátt í mörgum verkefnum í Erasmus+ áætluninni og er kominn með mikið og stórt tengslanet í Evrópu. Á síðustu vorönn úthlutaði Erasmus+ skólanum 14,5 milljónum króna sem varið verður námsferða nemenda og endurmenntunar kennara á næstu fimmtán mánuðum.

Fyrr í mánuðinum kom stór hópur nemenda í Erasmus+ verkefni í skólann og á meðfylgjandi mynd er orðaský sem lýsir upplifun þátttakenda af verkefninu. Í þessari viku er hópur nemenda á sirkuslistanámskeiði í Belgíu og í næsta mánuði heldur stór hópur nemenda í námsferð til Kanaríeyja. Þá eru á döfinni námsferðir til Danmerkur á vorönninni og þegar hafa nokkrir kennarar bókað endurmenntunarnámskeið á Kýpur eftir áramótin.

Auk þess eru fleiri verkefni á döfinni, m.a. þriggja ára samstarfsverkefni með skólum í Króatíu, Portúgal og Spáni sem keppast við að vera til fyrirmyndar á sviði umhverfisfræði. sjálfbærni og grænna áhersla í skólastarfi. Allt rímar þetta við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna en MTR er einmitt Unesco skóli.

Erasmus+ styrkirnir er mjög mikilvægir fyrir skólastarfið. Þeir gera skólanum kleift að bjóða upp á spennandi áfanga sem brjóta upp hefðbundið nám og sömuleiðis fyrir kennara að sækja sér endurmenntun á sínu sviði. Þetta stuðlar að kraftmeira og faglegra skólastarfi sem við sækjumst mjög eftir í MTR.