Kynjafræðin er gott veganesti

Guðrún Þorvaldsdóttir 
og Guðbjörn Hólm Veigarsson.
Guðrún Þorvaldsdóttir
og Guðbjörn Hólm Veigarsson.

Á tímum þar sem aldagömul gildi eins og kynjatvíhyggja hafa riðlast og rödd minnihlutahópa verður sífellt háværari er kynjafræði sífellt mikilvægari fræðigrein. Í kynjafræði er nýju ljósi varpað á viðfangsefni sem margir skynja sem algildan sannleik eða hlutlausa sýn á heiminn. Kennarar áfangans eru Guðrún Þorvaldsdóttir og Guðbjörn Hólm Veigarsson.

Kynjafræðiáfangar eru í boði á öðru og þriðja þrepi í MTR auk þess að greinin er kynnt í inngangi að félagsvísindum. Í áfanganum á öðru þrepi er fjallað um um jafnrétti, kyn, kyngervi, kynvitund, staðalmyndir, kvenleika, karlmennsku, fordóma og fleira. Nemendur beina sjónum sínum að eigin samfélagi, málefnum líðandi stundar og skoða tímarit, kvikmyndir, stjórnmál og fjölmiðla út frá hugmyndum kynjafræðinnar.

Í þriðja þreps áfanganum dýpka nemendur þekkingu sína á fræðunum og beina sjónum sínum að eigin samfélagi. Sérstök áhersla er lögð á eigin ígrundun og rökstuðning skoðana sinna ásamt því að taka þátt í umræðum á uppbyggilegan hátt.

Þessi fræðigrein er sem fyrr segir bæði gagnleg og nauðsynlegt til að skilja þær öru breytingar sem eru á samfélaginu um þessar mundir og stuðla að víðsýni og umburðarlyndi sem er frábært veganesti inn í framtíðina