Skólastarf fer vel af stað

Amalía Þórarinsdóttir myndar Margréti Brynju Hlöðversdóttur í stúdíói skólans. Mynd: SMH.
Amalía Þórarinsdóttir myndar Margréti Brynju Hlöðversdóttur í stúdíói skólans. Mynd: SMH.

Skólastarfið fer vel af stað eftir jólafrí og lífið gengur að mestu sinn vanagang þrátt fyrir sóttvarnartakmarkanir. Þar ræður mestu hve fáir nemendur eru í dagskóla og rúmast innan samgöngutakmarkana. Langflestir nemendur eru fjarnemar eða hátt í fimmhundruð talsins og koma vitaskuld aldrei í skólann og geta stundað nám sitt eðlilega þrátt fyrir að vera í sóttkví eða búa við aðrar takmarkanir. En í dag sýslaði hver við sitt í skólanum í Ólafsfirði. Á meðan sum grúfðu sig yfir snjalltæki sín voru nokkrir nemendur að spreyta sig í ljósmyndastúdíóinu en skólinn er mjög vel búinn tækjum til ljósmyndunar.