Dagur stærðfræðinnar

Þorbjörg Ída kennaranemi á degi stærðfræðinnar. Ljósm. SMH.
Þorbjörg Ída kennaranemi á degi stærðfræðinnar. Ljósm. SMH.

Dagur stærðfræðinnar er í dag og af því tilefni var Þorbjörg Ída Ívarsdóttir kennaranemi með kynningu á undraheimum margflötunganna. Þeir koma víða við sögu og er venjulegur fótbolti til dæmis gerður úr fimm- og sexhyrningum

Hún sagði m.a. frá Einari Þorsteini Ásgeirssyni arkítekt sem var frumkvöðull í hönnun sem byggir á margflötungum og nokkur kúluhús hafa verið reist eftir hans teikningum hér á landi. Glerhjúpur Hörpu byggir einnig á hugmyndum Einars. Þá kom Þorbjörg einnig inn á gullinsniðið sem hefur verið grundvöllur byggingarlistar í þúsundir ára og síðar myndlist og hönnun. Það má því segja að Þorbjörg hafi kynnt hina fögru stærðfræði fyrir nemendum og kennurum í morgun.