Dagný verðlaunuð

Dagný verðlaunuð
Dagný verðlaunuð

Dagný Ásgeirsdóttir nemandi á náttúrufræðibraut MTR tók fyrir hádegið í dag við verðlaunum fyrir smásögu sem hún samdi og ber titilinn Kennarinn. Kennarasambandið, Heimili og skóli og Samtök móðurmálskennara veittu verðlaunin. Þau voru afhent við hátíðlega athöfn á Skólamálaþingi í Hörpu. Dagný fékk Kindle lesbók, viðurkenningarskjal og blóm. Sagan gerist í grunnskóla. Þar er kennari sem stelur börnum. En snjöll stelpa finnur krakkana og kemur upp um glæpinn. Dagný segist vinna að bók þar sem sama stelpa sé aðalsöguhetja. Í þeirri sögu sé fyrirmynd stelpunnar faðirinn sem sé rannsóknarlögreglumaður. Sögusviðið í bókinni er framhaldsskóli. Dagný er á öðru ári í MTR og verður sautján ára eftir nokkra daga. Myndir