Almennt
06.12.2021
Verkleg efnafræði er spennandi og í raungreinastofu skólans eru ýmsar spennandi græjur. Tölfræðinemendur Unnar Hafstað stærðfræðikennara höfðu um skeið rennt hýru auga til þessara tækja og báðu um að fá að gera efnafræðitilraunir.
Lesa meira
Almennt
03.12.2021
Jólakvöld nemendafélagsins var haldið í skólanum á fimmtudagskvöld. Starfsfólki var einnig boðið til veislu og skemmtunar í skólanum. Kvöldið tókst mjög vel, salurinn var fallega skreyttur, skipulagið gott og samvinna nemenda til fyrirmyndar.
Lesa meira
Almennt
01.12.2021
Kennsla í hjartahnoði og meðferð hjartastuðtækis fór fram í hádeginu í dag. Það var Harpa Hlín Jónsdóttir skyndihjálparkennari, björgunarsveitarkona og sjúkraliði sem kom í skólann og leiðbeindi starfsfólki og nemendum í fyrstu hjálp.
Lesa meira
Almennt
25.11.2021
Átakið Roðagyllum heiminn hófst í dag í skólanum með mandarínu- og snúðaveislu ásamt sýningu á gagnvirku listaverki eftir Idu Semey, kennara skólans. Átakið stendur í 16 daga og lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna 10. desember.
Lesa meira
Almennt
23.11.2021
Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur var með fyrirlestur fyrir nemendur skólans í dag. Þar ræddi hann um rótgrónar karlmennskuhugmyndir sem eru hamlandi fyrir öll kyn og skaðlegar fyrir þróun samfélagsins í átt til jafnræðis milli allra hópa.
Lesa meira
Almennt
18.11.2021
Í gær fylltist skólinn af ungum skáldum sem sátu við yrkingar frá morgni og framundir hádegi. Þetta voru nemendur úr 8. - 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar sem þarna voru að taka þátt í ljóðasamkeppni. Af þessu tilefni var sett upp myndlistarsýning með verkum nemenda MTR og notuðu ungskáldin verkin sem innblástur fyrir ljóðagerðina.
Lesa meira
Almennt
16.11.2021
Menntaskólinn á Tröllaskaga varð efstur í flokki lítilla vinnustaða í keppninni Reddum málinu, á vegum Samróms, sem lauk í gær. Fulltrúar skólans tóku við viðurkenningu af því tilefni úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar Forseta Íslands á Bessastöðum í dag.
Lesa meira
Almennt
09.11.2021
Sjö nemendur ásamt tveimur kennurum eru nú í námsferð í Kalamata í Grikklandi. Þar taka þau þátt í verkefni sem nefnist „Þú hefur líka rödd“ en markmið þess er að þjálfa nemendur í virkri þátttöku í samfélaginu og kenna þeim að axla ábyrgð í lýðræðisþjóðfélagi. Auk Íslendinga og Grikkja taka nemendur frá Tékklandi og Lettlandi þátt í verkefninu.
Lesa meira
Almennt
08.11.2021
Fjarvinna og upplýsingatækni eru mikilvægur þáttur í skólastarfi í MTR. Stærstur hluti nemenda eru enda fjarnemar og koma aldrei í skólann og öll samskipti við þá eru á netinu. Kennarar skólans eru einnig búsettir á ýmsum stöðum og sinna kennslu hvar sem þeir eru staddir í heiminum.
Lesa meira
Almennt
02.11.2021
Það er gaman að fá gesti í heimsókn og í dag komu átján nemendur í VMA ásamt kennara sínum í heimsókn í skólann. Þetta voru nemendur í útivist og vörðu þau deginum við ýmsa íþróttaiðkun með nemendum MTR. Meðal annars var farið í feluskotbolta og ýmsa aðra leiki í íþróttahúsinu.
Lesa meira