Fréttir

Evrópskt verkefni um mannréttindi

Þessa viku er hópur nemenda og kennara frá Grikklandi, Lettlandi og Tékklandi í heimsókn í skólanum. Hópurinn telur 21 nemanda og sex kennara en níu nemendur og tveir kennarar MTR taka á móti þeim. Þetta er Erasmus verkefni sem nefnist „U2 have a voice” eða „Þú hefur líka rödd“ en markmið þess er fræðsla um mannréttindi og ábyrg þátttaka í lýðræðisþjóðfélagi.
Lesa meira

Kínversk matarmenning

Á dögunum fengu nemendur að kynnast kínverskri matargerð undir leiðsögn Teresu Cheung kennaranema sem hefur verið í vettvangsnámi og æfingakennslu í skólanum að undanförnu. Þetta var í áfanganum Matur og menning sem verið hefur einn vinsælasti valáfangi skólans um árabil.
Lesa meira

Nemendur MTR í 2. sæti í Lífshlaupinu

Undanfarin ár hefur starfsfólk skólans tekið þátt í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins, sem er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, og staðið sig vel. Þátttakan hefur verið góð og verið starfsfólki hvatning til að hreyfa sig meira og reglulegar en ella.
Lesa meira

Ronja fer í Söngkeppni framhaldsskólanna

Ronja Helgadóttir sigraði undankeppni fyrir söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin var í skólanum í gær. Hún verður því keppandi MTR í aðalkeppninni sem verður á Húsavík 3. apríl. Ástarpungarnir úr MTR sigruðu keppnina 2020 svo nú er spennandi að vita hvort Ronja endurheimtir sigurinn í ár.
Lesa meira

Kínverska og útivist í miðannarviku

Síðasta vika var miðannarvika og þá er engin hefðbundin kennsla. Kennarar sinna námsmati og undirbúa síðari hluta annarinnar en nemendur í staðnámi fást við ný og fjölbreytt verkefni í vikunni og njóta leiðsagnar nýrra kennara. Að þessu sinni gátu nemendur valið milli tveggja námskeiða; kínversku og útivistar.
Lesa meira

Nærverur í námi

Bergþór Morthens listakennari og Lára Stefánsdóttir skólameistai eru nú stödd á Möltu vegna fundar í stýrihóp Erasmus+ verkefnis sem kallast TRinE eða Telerobotics in Education sem við gætum þýtt sem Nærverur í námi.
Lesa meira

Fjarkennsla verður út þessa viku 21.-25. febrúar

Í ljósi aðstæðna, fjölda Covid-smita og slæmrar veðurspár, verður fjarkennt í dagskóla þessa viku. Nemendur og kennarar verða heima en mæta til kennslu og náms í fjarkennslustofu samkvæmt stundaskrá. Kennarar setja upp tengil á fjarkennslustofu sem er aðgengilegur fyrir nemendur í hverjum áfanga inni á Moodle. Nemendur skrá sig einnig í vinnutíma að heiman. Skólinn er opinn ef nemendur vilja koma þangað og læra.
Lesa meira

Matur og menning

Í dag komu ítalskir nemendur í heimsókn í skólann. Ekki í eigin persónu reyndar heldur í gegn um Evu sem er önnur af tveimur nærverum skólans. Ítölsku nemendurnir stýrðu nærverunni um skólahúsið og okkar fólk sýndi þeim skólann og heilsuðu upp á nemendur og starfsfólk.
Lesa meira

Óveðursdagar

Í morgun var vegurinn um Ólafsfjarðarmúla lokaður vegna snjóflóðahættu. Nemendur og kennarar sem búa á Akureyri og Dalvík komust því ekki í skólann í morgun. Leiðin opnaðist um kl. 10 og óvissustigi aflétt kl. 11:17. Hins vegar er greiðfært til Siglufjarðar og því er eðlilegt skólahald þó hluta nemenda og kennara hafi vantað í byrjun dagsins.
Lesa meira

Geðfræðsla fyrir nemendur

Í dag hlýddu nemendur á kynningu hjá Geðfræðslufélaginu Hugrúnu. Þar fengu þau m.a. fræðslu um þunglyndi og kvíða og voru hvött til að leita sér hjálpar ef eitthvað bjátar á.
Lesa meira