Brugðið á leik

Brugðið á leik mynd BT
Brugðið á leik mynd BT

Nemendafélagið Trölli skipulagði tónlistarstund í hádeginu. Það eru hæg heimatökin, skólahljómsveitin mætti og tónlistarkennarinn Guðmann Sveinsson. Segja má að uppákoman hafi líka verið hluti af náminu því strákarnir eru ýmist á tónlistarbraut eða taka þar ákveðna áfanga. Punkturinn yfir I-ið var svo þátttaka Julie Thiry-Couvillion og Collin Couvillion. Hún er menntuð söngkona en hann er tólistarkennari í New York. Þau dvelja á Kaffi Klöru í janúar og ætla að skipuleggja fjáröflunarkvöld í næstu viku með nokkrum nemendum skólans. Í skólahljómsveitinni eru Hörður Ingi Kristjánsson, Mikael Sigurðsson og Tryggvi og Júlíus Þorvaldssynir.