Brasilísk tónlist – líf og fjör

Sigrún spilar mynd KB
Sigrún spilar mynd KB

Fjölþjóðlegur blær var yfir skólanum í síðustu viku þegar þrjátíu danskrir nemar og tveir kennarar þeirra unnu að samstarfsverkefni með MTR-nemum. Brasilískir taktar voru slegnir á fimmtudag þegar dönsku gestirnir og nokkrir heimamenn prófuðu þarlend hljóðfæri í Hrafnavogum. Guito Thomas og Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir áttu frumkvæði að þessari glaðlegu uppákomu í Hrafnavogum. Guito er tónlistarkennari við MTR en Sigrún er kennaranemi í tónlist við Listaháskólann. Hún hefur búið í Brasilíu og hefur leikið brasilíska tónlist opinberlega hér heima með Þórði Högnasyni og Ásgeiri Ásgeirssyni. Hún var hér í Fjallabyggð að fylgjast með tónlistarkennslu. Þau Guito ákváðu að grípa dönsku gestina glóðvolga og fá þá til að prófa brasilísku hljóðfærin. Heimamenn voru ekki jafn fúsir að reyna þessa nýbreytni en vissulega tóku nokkrir þátt í uppákomunni. Myndir