Árshátíð í Hollywood stíl

Átök í stólaleik
Átök í stólaleik

Það var Hollywood þema á árshátíð nemendafélagsins Trölla sem haldin var í skólanum í gær. Nemendur og starfsfólk fjölmenntu og einnig var 10. bekkingum í Grunnskóla Fjallabyggðar boðið að vera með í gleðinni en mörg þeirra eru heimavön í skólanum.

Nemendafélagið á mikið hrós skilið fyrir skipulagninguna og hélt uppi fjöri við ýmsa leiki fram eftir kvöldi. Meðal annars var Kahoot keppni, Pub quiz, limbókeppni og hinn ómissandi stólaleikur sem aldrei klikkar. Skólinn var vel skreyttur og að sjálfsögðu var rauður dregill við innganginn. Fjölmargar myndir frá kvöldinu má skoða  hér og hér.