Allskonar i Eistlandi

Flottur hópur við Noblessner höfnina í Tallin. Ljósm. SMH.
Flottur hópur við Noblessner höfnina í Tallin. Ljósm. SMH.

Annar vinnudagurinn hjá okkar mönnum í Tallin byrjaði á kennslu í Eistnesku en eftir það verður áframhaldandi vinna við að gera heimildarmynd um heimsóknina. Siðan verður farið á listasafn og deginum lýkur á að elda saman Eistneska þjóðarrétti. 

Í gær var farið á sjóminjasafn og endað á ratleik í gamla bænum í Tallin. 

Hópurinn nær vel saman en auk okkar manna eru þarna nemendur frá Eistlandi og Lettlandi. Þegar grannt er skoðað eiga þessar þjóðir býsna margt sameiginlegt. Til dæmis finnnast norræn orð í tungumálunum enda sigldu víkingar yfir Eistrasaltið á leið sinni til Garðaríkis. Í heimsókninni til Íslands er meiningin að vinna með þessa sameiginlegu arfleifð.