Álfheiður Líf efnileg í lyftingum

Álfheiður Líf mynd af vefsíðu KÓF
Álfheiður Líf mynd af vefsíðu KÓF

Uppgangur er í iðkun kraftlyftinga í Ólafsfirði og kepptu sex einstaklingar frá Kraftlyftingafélagi Ólafsfjarðar Fjallabyggð á bikarmótinu á Akureyri um síðustu helgi. Ein þeirra er Álfheiður Líf Friðþjófsdóttir nemandi MTR. Hún fékk gullverðlaun í sínum flokki í réttstöðulyftu með seríuna 95-105-110 kg. Í ljósi þess hve skamman tíma Álfheiður Líf hefur æft kraftlyftingar er þetta mjög góður árangur – og ekki síður vegna þess að í upphafi móts var hún óheppin og gerði ógildar tilraunir í hnébeygju. Í bekkpressu lyfti hún 40 og 45 kg og átti góða tilraun við 50 kg sem tókst þó ekki. Álfheiður Líf hefur æft kraftlyftingar í nokkra mánuði og keppt á fjórum mótum. Hún segir góðan félagsskap í þessari íþrótt og skemmtilegt að æfa.