Flórgoðar mynd GK
Líkt og síðustu annir er skólinn yfirfullur og ekki var hægt að taka við fleirum þrátt fyrir mikla eftirspurn. Nemendur á vorönn eru 599 talsins, flestir þeirra fjarnemar en þó með MTR sem heimaskóla. Nokkuð hefur fjölgað í hópi staðnema sem er gleðilegt. Fjarnemarnir koma flestir af höfuðborgarsvæðinu og eru ungir að árum en eru þó fjölskrúðugur hópur. Margir þeirra vinna með námi, jafnvel í fullu starfi, sumir eru að byrja aftur eftir hlé frá námi, íþróttafólk sem stundar íþrótt sína erlendis eru huti fjarnema sem og fólk sem getur ekki sótt skóla vegna andlegra eða líkamlegra veikinda. Svo er alltaf hópur fjarnema sem á annan heimaskóla en sækir staka áfanga hjá okkur sem eru ekki í boði í þeirra skóla. En þó aðstæður og bakgrunnur sé mismunandi þá stefna allir að sama marki; að sækja sér menntun til að bæta framtíðarhorfur sínar og lífsgæði.
Starfsfólk skólans er mjög ánægt með aðsóknina en vonast til aukinna fjárveitinga í framtíðinni svo skólinn geti brugðist við eftirspurninni og tekið við enn fleiri nemendum.