Að skrifa með Google

Mynd google.com
Mynd google.com

Ný tækni er kynnt fyrir nemendum í upplýsingatækni í þessari viku. Hún felst í því að hægt er að láta sérstaka viðbót við Google Docs skrá talað mál. Þetta þýðir að nemendur geta lesið tölvunni fyrir og tæknin skráir það sem sagt er. Virknin er nákvæmlega sú sama og í gamla daga þegar virðulegir forstjórar lásu riturum sínum fyrir bréf til viðskiptavina og annað slíkt. Þegar nemendur hafa tileinkað sér þessa tækni geta þeir sem vilja notað hana við verkefnaskil. Það getur komið sér vel fyrir alla sem eiga erfitt með skráningu, fingrasetningu, stafsetningu og fleira slíkt. Tæknin er ekki flókin í notkun en viss leikni er nauðsynleg, til dæmis að temja sér að tala hægt. Myndband með leiðbeiningum er hér: youtube.com