Að læra að leiðbeina skíðaiðkendum

Erwin, Lára, Guðmundur og Kristín mynd GK
Erwin, Lára, Guðmundur og Kristín mynd GK
Nú á vorönn geta nemendur lært að leiðbeina byrjendum við skíða- og brettaiðkun. Einnig er hægt að taka námið í fjarnámi með staðbundnum lotum í Hlíðarfjalli en kennarar verða Erwin van der Werve skíðaþjálfari í Hlíðarfjalli og Kristín Anna Guðmundsdóttir frá MTR. Námið er í framhaldi af samstarfssamningi milli Menntaskólans á Tröllaskaga og Hlíðarfjalls um nám er tengist skíðaiðkun. Var samningurinn undirritaður af Guðmundi Karli Jónssyni forstöðumanni Hlíðarfjalls og Láru Stefánsdóttur skólameistara. Auk þess að læra að leiðbeina geta nemendur einnig lært um útivist í snjó nú á vorönninni. Nokkur laus pláss eru ennþá í þessa áfanga.