Sóttvarnareglur

Nemendum ber að fara eftir sóttvarnareglum er gilda fyrir framhaldsskóla hverju sinni. Verklagsreglur við brot á sóttvarnareglum eru eftirfarandi:

1. Tiltal og sé nemandi undir 18 ára eru foreldrar látnir vita. Skráð í Innu.
2. Nemanda vísað til skólameistara. Skráð í Innu.
3. Vísað úr húsi tímabundið í fjarnám. Skráð í Innu.
4. Vísað úr skóla tímabundið. Skráð í Innu.