Músíktilraunir - TÓN2A05

Lýsandi heiti áfanga: Músíktilraunir
Framhaldsskólaeiningar: 5
Undanfari: kunnátta í hljófæraleik og/eða söng

Lýsing á efni áfangans:
Áfanginn er samvinnuverkefni við Tónskóla Fjallabyggðar. Nemendur semja tvö lög og útsetja á allan hátt. Þau þurfa líka að taka lögin upp og gera eitthvað kynningarefni fyrir sig. Eftir miklar æfingar flytja nemendur lögin á Músíktilraunum. Nemendur flytja einnig lögin fyrir samnemendur á sýningu á vegum skólans.

Lokamarkmið áfanga:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

 • uppbyggingu hlómsveitar
 • vinnunni sem fer í að semja og útsetja lög
 • upptökum á lögum


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • búa til lag og texta
 • útsetja og flytja eigin lag
 • hljóðupptökum
 • standa á sviði sem heild


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • semja tvö lög og texta
 • útsetja lögin
 • hljóðrita lögin og útbúa til spilunar
 • æfa lögin og flytja
 • taka þátt í Músíktilraunum
 • vinna saman og finna styrkleika hvers annars


Námsmat:
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati, nemendur þurfa að standast mætingarkröfur áfangans.

Birt með fyrirvara um breytingar