Fréttir

Skapandi skrif

Í miðannarvikunni valdi hópur nemenda að leggja stund á skapandi skif hjá Sigrúnu Valdimarsdóttur. Allir sömdu ljóð og sögur og sumir leikrit. Til varð leikþátturinn „Tveir á fjalli“ sem greinir frá tveimur vinum í Fjallabyggð sem ákveða að fara á Humarhátíðina á Höfn í Hornafirði á hestinum Glófaxa.
Lesa meira

Saga og Dóri

Seinna í vikunni frumsýna uppistandararnir Dóri DNA og Saga Garðarsdóttir „Þetta er grín, án djóks“ í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þau gáfu nemendum MTR forsmekkinn í morgun og léku atriði úr verkinu þar sem samskipti kynjanna og viðhorf eru í brennidepli. Dóri og Saga eru höfundar verksins en leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson og Snorri Helgason sér um tónlistina.
Lesa meira

Sánd of Grúv

Hópur nemenda hefur í miðannarvikunni iðkað tónlistarspuna og samspil undir stjórn Auðar Guðjohnsen og Halldórs Sveinssonar. Hópurinn heldur hádegistónleika í Tjarnarborg kl. 12 á morgun föstudag þar sem flutt verður afurð vikunnar. Allir gestir hjartanlega velkomnir!
Lesa meira

Smíði smáforrita

Hópur nemenda lærir í miðannarvikunni grunninn í hönnun smáforrita fyrir Android stýrikerfið. Patrekur Þórarinsson einn nemendanna segir að þetta gangi að mestu leyti vel. Notað sé forritið Android Studio, sem sé mjög flókið. Það taki líka mikið á tölvurnar og vinni því oft mjög hægt.
Lesa meira

Hljóðskúlptúrar í miðannarviku

Gerð hljóðskúlptúra er ung listgrein þar sem listamenn nota ýmsa hljóðgjafa sem efni í sköpun sína – oft í samhengi við ákveðin rými. Í þessum miðannaráfanga er lögð sérstök áhersla á gerð hljóðgjafa sem eru bæði skúlptúrar og hljóðfæri. Nemendur sýna afrakstur vinnunnar í Björgunarsveitarhúsinu í Ólafsfirði á föstudag. Allir íbúar í Fjallabyggð og nágrenni eru velkomnir á sýninguna milli kl. 13:00 og 15:00.
Lesa meira

Jótlandsævintýri II

Nemendur í ÚTIDAN-áfanganum áttu frábæran dag í gær. Klifur í trjám í Hundaskógi og vindrenningur (windsurfing) voru meðal viðfangsefna en einnig hjólreiðar og almenn útivist. „Í útivistinni vorum við að tálga og hnýta hnúta og gerðum okkur kakó, hreint útsagt frábær dagur“, segir á fréttasíðu hópsins.
Lesa meira

Lifandi tónlist í hádeginu

Kennaragengið í Tónskóla Fjallabyggðar tók tvö lög í anddyrinu í hádeginu. Starfsmenn Tónskólans hafa heimsótt leikskóla og grunnskóla sveitarfélagsins síðustu daga og kynnt hljóðfæri. Hér vakti líflegur flutningur kennarabandsins á lögunum No more eftir Glowie og Ex´s and Oh´s gleði í brjóstum viðstaddra.
Lesa meira

Jótlandsævintýrið

Tuttugu og fimm nemendur í ÚTIDAN-áfanganum eru búnir að taka úr sér mesta hrollinn á tveimur dögum í Fjordvang Ungdomsskole. Þar er ekkert gefið eftir og dagurinn hefst með göngutúr klukkan sjö. Okkar fólk svaf yfir sig fyrsta daginn en vaknaði á réttum tíma í gær og skokkuðu sumir til að vera fljótari í morgunmatinn.
Lesa meira

Jákvæðnikassi

Nemendur í frumkvöðlaáfanga skólans, Tröllaskagaáfanga, hafa það verkefni þessar vikurnar að efla skólabraginn. Á því hafa menn ýmsan hátt og reynir sérstaklega á fjarnema í þessu verkefni. Elín María Jónsdóttir og Sindri Ólafsson leystu það þannig að senda „jákvæðnikassa“ sem geymir miða með uppbyggilegum skilaboðum til að fólk fari jákvæðara inn í daginn.
Lesa meira

Samþætting ólíkra greina

Tuttugu og fimm nemendur skólans eru að leggja af stað til Danmerkur til vikudvalar. Þeir fá meðal annars að reyna sig á seglbretti við strönd Jótlands, klifra í trjám og skoða vindorkuver. Heimsóknin er liður í samstarfi MTR við Fjordvang Ungdomsskole á Jótlandi og koma nemendur þaðan hingað í apríl á næsta ári. Samskiptamál í verkefninu er danska.
Lesa meira